Samningar langt komnir fyrir stjórnarslit

Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum.
Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði í samtali við Sjónvarpið í kvöld að hún telji æskilegt að smíði Tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn verði haldið áfram. Hún á von á að niðurstaða um framhaldið fáist nú um helgina.

Katrín sagði að það kosti um 13 milljarða að ljúka smíðinni. Verkið er um það bil hálfnað. Katrín sagði að framkvæmdin verði dýrari en ella ef hún verði settar í bið.

Í frétt Sjónvarpsins kom einnig fram að samningar um framhald verksins hafi verið á lokastigi þegar skipt var um ríkisstjórn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert