Notkun á mbl.is eykst

Notkun á vefnum mbl.is fer enn vaxandi og samkvæmt nýrri  fjölmiðlakönnun Capacent fóru 61,9% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, inn á vefinn á hverjum degi. 80% þeirra þátttakenda heimsóttu vefinn í vikunni, sem könnunin var gerð.

Mbl.is er nú eini netmiðillinn, sem tekur þátt í fjölmiðlakönnun Capacent.

Í samskonar könnun, sem gerð var í október, fóru 58,5% þátttakenda inn á vefinn daglega og 77,8% í könnunarvikunni. Í könnun sem gerð var þremur mánuðum fyrr  fóru 52,9% þátttakenda  daglega inn á vefinn og  74,6% skoðuðu vefinn í viðmiðunarvikunni.

Könnunin var gerð í gegnum síma á tímabilinu 1. nóvember til 31. janúar. Í úrtaki voru 4200 Íslendingar á aldrinum 12 til 80 ára.  Endanlegt úrtak var 4046, fjöldi svara 2.444 og svarhlutfall 60,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert