Sendiherrar mótmæla hvalveiðum

Sendiherrar afhenda Steingrími bréf sem þeir skrifuðu vegna fyrirhugaðra hvalveiða.
Sendiherrar afhenda Steingrími bréf sem þeir skrifuðu vegna fyrirhugaðra hvalveiða.

Sendiherrar Bandaríkjanna, Finnlands, Bretlands, Þýskalands, Svíþjóðar, Frakklands og Hollands gengu í dag á fund Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra,  og afhentu honum bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna áforma um veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefnum hér við land á þessu ári.

Fram kemur á vef sjávarútvegsráðuneytisins, að á fundinum hafi farið fram gagnlegar og vinsamlegar viðræður milli sendiherranna og ráðherrans.

Í bréfi sendiherranna er lýst miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fyrirrennara Steingríms, að gefa út veiðikvóta fyrir 150 langreyðar og 100 hrefnur í lögsögu Íslands. Er því fagnað, að Steingrímur hafi ákveðið að endurskoða þessa ákvörðun.

Þá segja sendiherrarnir, að hvalveiðar Íslendinga nú séu til þess fallnar, að grafa undan tilraunum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um að ná samkomulagi um framtíð hvalveiða. 

Bréf sendiherranna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert