Flug hafið að nýju milli Eyja og Bakka

Frá Bakkaflugvelli í Landeyjum. Vestmannaeyjar eru í baksýn.
Frá Bakkaflugvelli í Landeyjum. Vestmannaeyjar eru í baksýn.

Flugfélag Vestmannaeyja hefur á ný hafið flug milli Bakkaflugvallar og Eyja. Félagið hætti flugi milli þessara staða í nóvember vegna samdráttar í farþegaflutningum. Ætlunin var að hefja flug til Bakka á ný þann 1. apríl næstkomandi en vegna eindreginna óska var byrjað að fljúga á ný 12. febrúar.

Á heimasíðu félagsins segir að ástæða þess að flugi var hætt í haust, hafi verið  mikil fækkun farþega hjá félaginu frá því að ríkið hóf að styrkja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í október 2006.  Fram að þeim tíma hafði verið um 12% aukning farþega á ári en frá þvi að ríkisstyrkt flug hófst hefur orðið um 25% fækkun farþega á flugleiðinni, og fækkaði farþegum úr rúmlega 30.000 á ári niður í um 22.000 farþega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert