Björgunarsveitir kallaðar til leitar

Björgunarsveitir Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hófu nú áðan formlega leit að Aldísi Westergren sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag. Aldís sem er 37 ára, sást síðast í Reykjavík. Hún er á milli 165 cm og 170 cm á hæð, með skollitað axlarsítt hár.

Bæði bátahópar og gönguhópar björgunarsveita Landsbjargar voru kallaðir út og verður m.a. leitað með strandlengjunni.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um Aldísi eru beðnir að hringja í 444-1100.

Aldís Westergren
Aldís Westergren
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert