Heimssýningin kosti Ísland 210 milljónir

Reuters

Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að þátttaka Íslands í Heimssýningunni í Sjanghæ í Kína árið 2010 kosti 210 milljónir. Í frétt China Daily í dag segir að þátttakan kosti hvert ríki 650 milljónir en ráðuneytið segir að sú tala hljóti að vera e.k. meðaltal þess sem ríki kosti til sýningarinnar.

Að sögn Hreins Pálssonar sendiráðsritara í utanríkisráðuneytinu hefur íslenska ríkið ákveðið að verja 140 milljónum króna til sýningarinnar. Gert sé ráð fyrir að afgangurinn, 70 milljónir, komi frá einkafyrirtækjum og fyrirtækjum í eigu Reykjavíkurborgar. Þessi upphæð sé aðeins þriðjungurinn af upprunalegri kostnaðaráætlun en sú áætlun var rækilega endurskoðuð í kjölfar bankahrunsins í október. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert