Vextir fara að lækka

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur allar vísbendingar vera í þá átt að verðbólga og vextir lækki hratt á næstu mánuðum. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Steingrím á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Steingrímur taldi að ný stjórn Seðlabanka Íslands muni auka trúverðugleika hans. Hann sagði að fráfarandi stjórn bankans hafi haft mikinn áhuga á að fara að lækka vexti. Það gildi einnig um stjórnvöld og nýja stjórn í Seðlabankanum.

Steingrímur nefndi að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væru hér og sagði að í aðalatriðum væri allt samkvæmt áætlun, nema að endurreisn bankakerfisins hafi tekið lengri tíma en ætlað var, sérstaklega að fá nýju efnahagsreikningana. 

„Reyndar er einn áhyggjuþáttur og það er að atvinnuleysið hefur vaxið heldur hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ sagði Steingrímur. Hann kvaðst hafa óttast það þegar á liðnu hausti að spár um atvinnuleysi þá væru of lágar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert