Mátti ekki veita foreldrum upplýsingar um mætingu

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Arnaldur

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Verzlunarskóla Íslands hafi ekki verið heimilt að veita foreldrum nemenda, sem orðnir voru 20 ára, upplýsingar um mætingareinkun barna sinna. Hins vegar hafi skólanum verið þetta heimilt í þeim tilvikum sem nemendurnir höfðu ekki náð tvítugsaldri.

Þrjátíu og sjö nemendur við VÍ kvörtuðu til Persónuverndar yfir því að skólinn hafi miðlað upplýsingum um mætingareinkunn þeirra til foreldra þeirra en skólinn sendi afrit til foreldranna af bréfi til áminningar um að bæta mætingu en ella gætu þeir átt von á brottrekstri úr skóla.

Persónuvernd taldi, að telja megi að ákveðnar skyldur geti  samkvæmt barnalögum hvílt á foreldrum fram að 20 ára aldri og þær skyldur geti orðið grundvöllur þess að slíkum upplýsingum, sem um ræddi í þessu máli, væri miðlað til þeirra. Hins vegar verði ekki séð að lagasjónarmið geti haft í för með sér að á foreldrum einstaklings  20 ára og eldri hvíli einhverjar þær skyldur sem geti á miðlun umræddra upplýsinga.

Persónuvernd

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert