Evruupptaka hefði áhrif í Danmörku

 Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, telur að evruupptaka Íslendinga myndi hafa veruleg áhrif í Danmörku með því að styrkja málstað þeirra Dana sem vilji evruna. Reynsla undanfarinna mánaða sýni að evrusinnar hafi haft rétt fyrir sér í Danmörku. Vaxtastigið sé enda farið að verða baggi á fyrirtækjum.

Hann segir sig og aðra fylgjendur evruupptöku lengi hafa haldið því fram að til lengri tíma myndi danska krónan hafa í för með sér hærra vaxtastig en með evrunni.

Fram að bankakreppunni hafi andstæðingar evruupptöku talið reynsluna hafa sýnt fram á það gagnstæða. Nú hafi sjónarmið evrusinna hins vegar reynst rétt.

Haarder, sem sótti norræna hnattvæðingarþingið á Íslandi, segir Dani sveiflast í afstöðu til evrunnar.

„Afstaðan til evrunnar sveiflast og tekur breytingum á milli vikna. Rökræður um evruupptöku hafa ekki enn hafist (eftir bankahrunið). Það er því erfitt að spá fyrir um það hvort efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu í Danmörku um málið. Einnig er erfitt að spá um hvort niðurstaðan yrði önnur en áður. Stjórnvöld hafa látið það skýrt í ljós að við ættum að taka upp evruna.

Við höfum lofað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu en vitum ekki hvort það verður á næsta ári eða á árinu eftir. Það gæti tekið einhvern tíma. Við fylgjumst auðvitað náið með því hvað Íslendingar eru að gera. Ég held að sú ákvörðun Íslendinga að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna myndi án nokkurs vafa verða til vitnis um hvernig það er öruggara að vera hluti af evrusvæðinu en utan þess.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert