Níu sinnum í einkavélum

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við fréttamenn á Bessastöðum. mbl.isÁrni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ferðaðist níu sinnum með flugvélum utan almenns áætlunarflugs á árunum 2005 til 2008.

Forsetinn flaug með vélum á vegum Actavis, Glitnis, Novators, KB-banka, Eimskips og FL-Group.

Þetta kemur fram í greinargerð á vegum forsetaembættisins vegna fyrirspurnar frá Fréttablaðinu.

Í sjö tilvikum var um að ræða hluta úr ferð eða skipulagða hópferð. Tvær ferðir voru alfarið með vélum á vegum íslenskra fyrirtækja og voru fulltrúar viðkomandi fyrirtækja með í för.

Í desember 2005 fór forsetinn í tveggja daga ferð með leiguvél á vegum Actavis til Pétursborgar í Rússlandi.

Hann var viðstaddur undirritun samkomulags um þátttöku Pétursborgar í evrópsku samstarfsverkefni gegn fíkniefnum sem Actavis styrkir auk þess sem hann ræddi við borgarstjóra Pétursborgar.

Í september 2007 fór forsetinn í rúmlega sólarhringsferð til Leeds í Englandi með vél á vegum Eimskips.

Þar ræddi hann við ýmsa ráðamenn auk þess sem hann flutti ávarp við opnun skrifstofubyggingar í eigu Eimskips.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert