Ákærðir fyrir árás á Selfossi

Sýslumannsembættið á Selfossi hefur ákært tvo unga menn fyrir að ráðast á unglingspilt á Selfossi fyrir tæpu ári, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi.

Í fréttum Sjónvarpsins nýverið kom fram að tvímenningarnir eru meðal þeirra sem réðust á 16 ára gamlan pilt í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í febrúar. Ólafur Helgi vildi ekki staðfesta það í samtali við mbl.is að svo stöddu.

Piltarnir sem réðust á piltinn í febrúar kýldu hann og lömdu margsinnis með grjóti í höfuðið. Hann hefur fengið áverkavottorð og kært málið til lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var fórnarlambið 16 ára og árásarmennirnir 17 og 18 ára þegar atvikið átti sér stað á síðasta ári. „Þetta var flokkað sem minniháttar áverkar þar sem ekki voru beinbrot eða slíkt. Hins vegar beittu gerendurnir kúbeini og er málið því talið alvarlegra en ella,“  sagði Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert