Róleg nótt um allt land

Rólegt var hjá lögreglu.
Rólegt var hjá lögreglu. Júlíus Sigurjónsson

Nóttin var róleg hjá lögreglu víðs vegar um land. Mest var þó um að vera á höfuðborgarsvæðinu vegna skemmtanahalds í miðborg Reykjavíkur. Tvær minniháttar líkamsárásir voru kærðar á höfuðborgarsvæðinu og tveir voru teknir ölvaðir undir stýri. Þá eru tveir menn í haldi lögreglu en þeir voru gripnir glóðvolgir við innbrot.

Hjá lögreglunni á Selfossi fór skemmtanahald friðsamlega fram. Það sem bar hæst eftir nóttina var að maður var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sömu sögu var að segja frá Suðurnesjum þar sem akstur eins mans var stöðvaður vegna sömu saka.

Engar fréttir var að fá frá Akureyri né Egilsstöðum, þar sem örfáar bókanir næturinnar þóttu ekki fréttnæmar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert