Segja FME fara of hart fram

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fulltrúar Straums fjárfestingarbanka segja að Fjármálaeftirlitið hafi gengið of hart fram gegn bankanum með því að taka hann yfir. Fjölmargar aðrar leiðir hafi verið færar sem hefðu ekki valdið þeim skaða á orðspori bankans sem nú er orðinn.

Ein slík leið var að ríkið tæki yfir innlánasafn bankans og eignir á móti og setti það í sérstakt félag. Þá hefði ekki þurft að breyta um eignarhald á bankanum. Samkvæmt upplýsingum frá Straumi var bankinn búinn að semja við alla sína lánveitendur nema innlánseigendur. Bankinn hafi verið í söluferli og verið búinn að selja eignir og hefði átt von á frekara fjármagni síðar í vikunni. Viðmælandi hjá Straumi segir að ekki hafi verið farið í þessa aðgerð, yfirtöku á bankanum, „með hagsmuni kerfisins í huga“. Hann sagði jafnframt að greiðslustöðvun hefði tryggt jafnræði meðal kröfuhafa.

Straumur átti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónir evra í gær, jafnvirði rúmlega 4,7 milljarða króna, en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð 15,3 milljóna evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert