Vilja frysta verðtryggingu við 5%

Guðjón A. Kristjánsson
Guðjón A. Kristjánsson mbl.is

Forystumenn Frjálslynda flokksins, þeir Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksins og Grétar Mar Jónsson, lögðu í gær fram frumvarp þar sem lagt er til 5% hámarksþak á verðtryggingu lána frá 1. janúar sl. til 1. janúar 2010. Leggja þeir til að verðtryggingarálag sem er umfram þessi 5% verði lagt inn á biðreikning.

Segja þeir að með þessu verði viðmiðunarhlutfall til hækkunar á höfuðstól lána fryst við 5% hámark, þannig að það fari aldrei upp fyrir það mark á umræddu tímabili.

„Með þeirri reglu að allt verðtryggingarálag umfram 5% leggist inn á biðreikning samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu gefst ríkisstjórninni tóm til að taka raunverulega á málinu, m.a. til að ákveða afskrift eftir almennri reglu á þeirri fjárhæð sem safnast hefur á biðreikning,“ segja þeir í greinargerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert