Segja niðurskurð bitna á börnum

Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur.
Fundað í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Brynjar Gauti

Borgarfulltrúar VG og Samfylkingarinnar lögðu fram bókun við umræðu um endurskoðaða fjárhagsáætlun í morgun. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG, segir að ýmsar blikur séu á lofti og ljóst að öll fyrirheit um að standa með borgarbúum í kreppunni séu að verða innantóm orð.

Bókunin er eftirfarandi:

„Minnihlutinn tekur undir þakkir til starfsfólks og fagnar því að betri tími verði gefin til að fara yfir hugmyndir og gögn málsins. Sérstök ástæða er til að fara yfir útfærslu niðurskurðar í skólastarfi þar sem fyrir liggur að það kennslumagn sem undir liggur jafngildir um 70 stöðugildum eða um það bil 14 kennsluvikum hjá börnum í 2.-4.bekk.  Jafnframt er gert ráð fyrir skerðingu á þjónustu frístundaheimilanna sem kemur beint niður á sömu börnum.

Þá er sérstök ástæða til að lýsa efasemdum um niðurskurð um 225 milljónir í viðhaldsframkvæmdum og 40 milljóna frestun viðhaldsframkvæmda í liðnum götum, gönguleiðum og opnum svæðum. Þetta er þvert á tillögugerð minnihlutans um átak í mannaflsfrekum viðhaldsverkefnum og getur varla talist skynsamleg forgangsröðun í núverandi atvinnuástandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert