Heildaraflinn jókst um 27%

mbl.is

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 27% meiri en í febrúar 2008. Aflinn nam alls 99.648 tonnum í febrúar 2009 samanborið við 85.808 tonn í sama mánuði árið áður.

Botnfiskafli jókst um tæp 1.900 tonn frá febrúar 2008 og nam 43.100 tonnum. Þorskafli jókst um rúm 3.000 tonn og karfaaflinn um rúm 2.300 tonn. Ýsuaflinn dróst hins vegar saman um 3.200 tonn og ufsaaflinn um 2.000 tonn samanborið við febrúar 2008.

Afli uppsjávartegunda nam rúmum 54.000 tonnum sem er um 11.100 tonnum meiri afli en í febrúar 2008. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til þess að þrátt fyrir um helmingi minni loðnuveiði en árið áður og um 11.000 tonnum minni afla af kolmunna, þá veiddust í nýliðnum febrúarmánuði 28.000 tonn af gulldeplu. Síldarafli nam einnig um 10.200 tonn, en engin síld var veidd í febrúar 2008. Flatfiskaflinn var rúm 2.000 tonn í febrúar og jókst um rúmlega 700 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli  var 61 tonn samanborið við 46 tonna afla í febrúar 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert