Hellisheiði lokuð

Mjög slæmt ferðaveður er nú á Hellisheiði og hefur henni verið lokað. Lögreglan á Selfossi ráðleggur fólki að leggja ekki á heiðina. Þar sitja  fólksbílar fastir og eru jeppar í vandræðum. Snjóruðningstæki hafa hætt akstri í kvöld.

Að sögn lögreglu er mjög slæm færð á Suðurlandsvegi á Sandskeiði og á þrengslavegi og biður Lögreglan á Selfossi fólk um að leggja ekki af stað þessa leið.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er óveður undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi.

Hálkublettir og snjókoma er á Reykjanesbraut, og öllu Reykjanesinu.

Á Vesturlandi eru vegir víða auðir. Hálkublettir og éljagangur er á norðanverðu Snæfellsnesi og snjóþekja og
skafrenningur á Fróðárheiði. Skafrenningur er á Holtavöðuheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og skafrenningur. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi er víða hálka eða hálkublettir. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Vegurinn yfir Hólasand ófær og
vegna slæms veðurútlits stendur ekki til að opna þar fyrr en eftir helgi.

Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja. Breiðdalsheiði er ófær.

Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir. Einhver krapi og éljagangur er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert