Landsbjörg komin að flugvellinum

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.

Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar býr sig undir alþjóðlega úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sveitin hefur fengið nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína á Keflavíkurflugvelli.

Utanríkisráðuneytið sér Alþjóðabjörgunarsveitinni fyrir aðstöðu. Sveitin hefur verið á Keflavíkurflugvelli í tvö ár. Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs Landsbjargar, segir að nýja húsið sé nær sjálfum flugvellinum og henti sveitinni vel. Það er á flughlaðinu við gömlu flugstöðina og í útköllum er hægt að aka flugvélinni að húsinu og setja búnaðinn beint um borð.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar lánar Landsbjörgu einnig geymsluhúsnæði fyrir safn félagsins, auk þess sem það hefur aðstöðu til að geyma flugelda í sprengiheldum geymslum. Loks má geta þess að Verne Holdings, sem undirbýr stofnun gagnavers, gaf Landsbjörgu og fleiri fyrirtækjum hillur úr vöruhúsi Navy Exchange.

Alþjóðabjörgunarsveitin sérhæfir sig í rústabjörgun. Úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna verður gerð í haust og að henni lokinni verður sveitin væntanlega sjöunda björgunarsveitin í þessum geira sem fær slíka vottun. Verður hún þá kölluð út þegar miklir jarðskjálftar verða úti í heimi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert