Stóru upplestrarkeppninni lýkur í dag

Lesið verður upp úr verkum Brynhildar Þórarinsdóttur og Arnar Arnarsonar …
Lesið verður upp úr verkum Brynhildar Þórarinsdóttur og Arnar Arnarsonar á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í dag mbl.is/Skapti

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar í Hafnarfirði fer fram í Hafnarborg í dag kl. 17. Þar munu tveir fulltrúar úr 7. bekkjum í öllum grunnskólum í Hafnarfirði og Álftanesi vera með upplestur úr verkum Brynhildar Þórarinsdóttur og Arnar Arnarsonar.

Auk þess verða tónlistaratriði flutt á hátíðinni og kynnt úrslit í smásögusamkeppni 8.-10. bekkja í grunnskólum Hafnarfjarðar. 

Nemendur í 7. bekkjum grunnskólanna hafa frá því þann 16. nóvember sl. æft sig í flutningi íslensks máls. Þeirri æfingu lauk með lokahátíðum í hverjum skóla í lok febrúar  og byrjun mars þar sem tveir fulltrúar voru valdir til að keppa á lokahátíðinni í Hafnarborg.  

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson mun verða viðstaddur keppnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert