Fagna ákvörðun heilbrigðisráðherra

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands fagnar þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra, Ögmundar Jónassonar, að halda fæðingaþjónustu óskertri á Suðurlandi og Suðurnesjum, enda vafasamt að skerðing þeirrar þjónustu hefði haft í för með sér raunverulegan sparnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni.
 
„Stjórn Ljósmæðrafélagsins fagnar jafnframt samráði heilbrigðisyfirvalda við nærsamfélag og fagfólk.  Ljósmæður munu hér eftir sem endranær leggja sitt að mörkum til að standa vörð um þann framúrskarandi árangur sem áunnist hefur í uppbyggingu þjónustu við barnshafandi fjölskyldur í landinu undanfarna áratugi."
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert