Joly sérstakur ráðgjafi

Eva Joly
Eva Joly mbl.is/Ómar

Ráðning Evu Joly, fyrrverandi rannsóknardómara í Frakklandi, var formlega kynnt á blaðamannafundi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins rétt í þessu. Joly sagði á fundinum að hún yrði ráðgjafi við embætti sérstaks saksóknara og að hún myndi veita liðveislu við að nálgast  upplýsingar erlendis.

Joly sagði að hún myndi reyna eftir fyllsta megni að opna dyr erlendis sem annars væru lokaðar. Mikilvægast væri að fylgja peningunum, finna þyrfti gögn og vinna úr þeim. Aðspurð sagðist Joly ekki telja að of langur tími hefði liðið frá efnahagshruninu og þar til hún tæki nú störf. Ekki væri auðvelt að hylja slóðir í rafrænu viðskiptaumhverfi en að Þekkingu þyrfti til að leita upplýsinganna.

Joly reiknar með að verða 4 daga á Íslandi í mánuði en hún þessutan verður hún í stöðugu sambandi við íslensk yfirvöld. Talið er að kostnaður vegna ráðgjafar Joly, og starfsmanna hennar, verði um 70 milljónir á ári.

Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari fögnuðu því að Eva væri gengin til liðs við embættið. Aðalþunginn væri þó á herðum þeirra sem störfuðu hjá saksóknara en gott væri fyrir þá að geta leitað til Joly eftir þekkingu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert