Nýtt varðskip LHG gæti farið í útleigu til Noregs

Varðskipið Ægir
Varðskipið Ægir mbl.is/Árni Sæberg

Viðræður standa nú yfir á milli Landhelgisgæslu Íslands og hinnar norsku systurstofnunar hennar um að hið nýja varðskip Íslendinga verði leigt Norðmönnum. „Kannaðir hafa verið möguleikar á að koma skipinu í leigu tímabundið, í tengslum við samstarfssamninga okkar við Norðmenn,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir óvíst hvernig þetta verði útfært, en það gæti tengst því hvernig eftirlitssvæðum yrði skipt upp og mögulega gæti norskt skip komið til leigu á móti.

Þá segir Georg að ef fækka þurfi þyrluáhöfnum muni það hafa neikvæð áhrif á möguleika Gæslunnar til að sinna öryggis- og björgunarmálum. Á laugardag greindi Morgunblaðið frá því að hámarksdrægni þyrlnanna yrði minnkuð af öryggisástæðum ef fækka þyrfti áhafnarmeðlimum. „Það gefur augaleið,“ segir Georg. Hann kveðst hvorki geta fullyrt að við þá niðurstöðu verði unað eða að við hana verði ekki unað. Það verði að meta ef til þess kemur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert