Skilaskyldan heldur ekki

Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson …
Ráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Reglur um skilaskyldu á gjaldeyri eru lekar. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag, er hann svaraði óundirbúinni fyrirspurn Bjarna Benediktssonar, þingmanns og nýs formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni spurði hvers vegna gengi krónunnar hefði farið sígandi að undanförnu.

Steingrímur sagði lekar gjaldeyrisskilareglur vera eina ástæðuna, en hina ástæðuna sagði hann vera þá að stórir gjalddagar á lánum hafi verið að undanförnu og miklar vaxtagreiðslur streymt út úr landinu. ,,Vonir standa til þess að gengi krónunnar styrkist nú," sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert