Brýnt að fá undanþágu

Reuters

Á fundií Flugráði í síðustu viku var fjallað um tilskipun Evrópubandalagsins um losunarheimildir á CO2. Í ályktun fundarins ítrekar Flugráð og telur afar brýnt að reynt verði til þrautar að ná fram undanþágum á grundvelli tillagna sem stýrihópur um losunarheimildir í flugi lagði fram í minnisblaði til samgönguráðherra í fyrrahaust að viðbættri tillögu um undanþágu vegna millilendingar á Íslandi í flugi yfir Evrópu vegna tæknilegra ástæðna.

„Mikilvægt er að samningsmarkmiðin liggi skýr fyrir hið fyrsta og þar verði í forgangi krafan um að íslenskt innanlandsflug verði undanþegið kerfinu, segir í ályktuninni. „Ljóst er að gildistaka tilskipunarinnar er eftir 9 mánuði þegar flugrekendur hefja söfnun reynslu sem gefur aðgang að takmörkuðum sjóði ókeypis heimilda. Hætt er við, að samningsstaðan gagnvart ESB veikist ef tíminn er ekki nýttur vel og íslenskum kröfum um undanþágur verði vísað frá eða ná ekki fram vegna tímaþrots.“

Flugráð mælist til að geta fylgst með framvindu málsins og samningaviðræðum við ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert