Nánast engin lán til fyrirtækja

Fáanleg gögn, sem Seðlabankinn hafði undir höndum um miðjan mars, bentu til þess að útlán innlánsstofnana til fyrirtækja væru nánast engin. Þetta kemur fram í fundargerðum peningastefnunefndar þegar nefndin fjallaði um vaxtaákvörðun sem tekin var 19. mars.

Í fundargerðunum kemur einnig fram, að horfur fyrir útflutningsatvinnuvegi Íslands hafi versnað þar sem eftirspurn í heiminum sé minni en gert var ráð fyrir í janúar. Þetta hafi þýðingu fyrir útflutningsdrifinn hagvöxt og viðskiptakjör. Neikvæðu áhrifin séu að koma fram í lægra verði fyrir helstu útflutningsafurðirnar. Einnig séu vísbendingar um lækkanir á útflutningsmagni, en það kunni að vera tímabundið, þar sem ekki virðist hægja á framleiðslu í útflutningsgeiranum.

Fundargerð peningastefnunefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert