Mótmælendur enn í haldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö manns úr hópi 20-30 sem …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók sjö manns úr hópi 20-30 sem mótmæltu við heimili forstjóra Útlendingastofnunar í dag. Jakob Fannar Sigurðsson

Mótmælendurnir sjö sem handteknir voru fyrir utan heimili forstjóra Útlendingastofnunar eru enn í haldi lögreglu. Að sögn lögreglu verður tekin skýrsla af þeim og málinu líklega lokið með sektargerð. Á milli tuttugu og þrjátíu manns tóku þátt í mótmælunum.

Mótmælin voru að sögn vitna friðsöm, þar til lögregla bað mótmælendur um að fara. Sjö sinntu ekki fyrirmælum lögreglu og voru í kjölfarið handtekin. Ekki kom til átaka.

Boðað var til mótmæla fyrir helgi. Hist var við Hamraborg í Kópavogi klukkan 15 og gengið þaðan til heimilis Hauks Guðmundssonar, forstjóra Útlendingastofnunar. Lögregla var með viðbúnað vegna mótmælanna. Í tilkynningu segir að verið sé að mótmæla meðferð íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert