Skógræktarfélag Íslands í atvinnuátak með Hafnarfirði

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag var samþykkt að fara í atvinnuátaksverkefni í samvinnu við Skógræktarfélag Íslands. Skógræktarfélag Íslands hefur fengið úthlutað fjármunum frá ríkinu til framkvæmdar á atvinnuátaki til að mæta þrengingum á vinnumarkaði.  

Hjá Hafnarfjarðarbæ var átakinu tekið fagnandi og hefur verið ákveðið að fara í verkefni sem snúa að stígagerð og gróðursetningu í upplandi Hafnarfjarðar. Reiknað er með að a.m.k. 30 manns geti fengið vinnu við verkefnið sem hefst á vordögum, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert