Þingflokkurinn á fundi

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður á …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður á blaðamannafundi fyrir nokkru. mbl.is/Árni Sæberg

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins situr nú á fundi en fyrirhuguðum fundi þingflokksins var frestað fyrr í dag. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, staðfesti í fréttum RUV í kvöld að fundur þingflokksins stæði nú yfir.

Bjarni staðfesti í viðtalinu að mikil reiði væri meðal flokksmanna vegna styrkveitinga til flokksins árið 2006. Það væri leiðindamál. Þá sagði hann það koma upp á versta tíma, þar sem flokkurinn væri nú í miðjum klíðnum við að endurvinna traust.

Sjálfur hefði hann til þessa gert allt sem í hans valdi stæði til að upplýsa málið og leysa sem best úr því, m.a. með því að samþykkja starfslok framkvæmdastjóra flokksins og að greint væri frá öðrum stórum styrkjum til hans.  Hann sagði einnig standa til að greina frá því síðar hvernig umræddar styrkveitingar hafi komið til. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert