Allir listar í Suðurkjördæmi gildir

Búið er að úrskurða alla sjö framboðslista í Suðurkjördæmi gilda. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar, segir að listarnir verði sendir til landskjörstjórnar í fyrramálið.

Hann segir að þrátt fyrir að annmarkar hafi verið á listum Lýðræðishreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar hafi allur vafi verið túlkaður framboðinu í hag.

„Einhverjir frambjóðendur hjá Lýðræðishreyfingunni og Borgarahreyfingunni [um 10 hjá Lýðræðishreyfingunni og einn hjá Borgarahreyfingunni] höfðu ekki skrifað undir það að þau ætluðu að vera í þessu ákveðna kjördæmi eða ákveðna sæti. Þeir höfðu bara skrifað undir það að þeir hefðu ætlað að taka sæti á framboðslista hreyfingarinnar,“segir Karl Gauti í samtali við mbl.is og bætir við að þar sem ekki sé skýrt kveðið á um þetta í 32. gr. kosningalaganna hafi verið ákveðið að úrskurða framboðslistann gildan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert