Lán ríkis fært sem tekjur

Jón Þórisson framkvæmdastjóri VBS
Jón Þórisson framkvæmdastjóri VBS Mbl.is

VBS fjárfestingabanki færði um 9,4 milljarða króna af 26,4 milljarða króna láni ríkissjóðs til bankans sem tekjur í ársreikningi sínum fyrir árið 2008.

Skuldir bankans lækkuðu um sömu upphæð við tekjufærsluna. VBS þarf síðan að afskrifa þessar tekjur á lánstímanum, sem er sjö ár.

Í síðasta mánuði fékk bankinn 26,4 milljarða króna að láni úr ríkissjóði á tveggja prósenta vöxtum.

Lánið var veitt til að greiða skuld VBS við Seðlabanka Íslands vegna svokallaðra endurhverfra viðskipta sem ríkið hefur yfirtekið. Með láninu vonast ríkið til þess að fá kröfur sínar að fullu greiddar.

VBS gat núvirt lánið miðað við það sem bankinn telur eðlilegan lántökukostnað og fært það sem eigið fé. Að sögn Jóns Þórissonar, forstjóra VBS, var miðað við tólf prósenta markaðsvexti við núvirðingu greiðslunnar. „Við teljum þetta vel rökstyðjanlegt af okkar hálfu enda vildum við hvorki hafa kröfuna of háa né of lága, heldur sanngjarna og eðlilega.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert