Flutningabíll fauk undir Ingólfsfjalli

mbl.is/Guðmundur Karl

Flutningabíll valt undir Ingólfsfjalli um klukkan korter yfir tíu í morgun. Ökumaður bílsins var einn í bílnum og var hann fluttur með sjúkrabíl til skoðunar í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi hefur verið mjög hvasst undir Ingólfsfjalli í morgun og fer veður þar heldur versandi. Fólki er ráðlagt að fara þar um með gát og að vera alls ekki á ferð með hestakerrur eða aðrar kerrur.

Bíllinn, sem valt í morgun, liggur fyrir utan veg og tefur ekki umferð. Ekki hefur verið hægt að kanna hversu miklar skemmdir eru á honum vegna veðurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert