Fundur boðaður um stjórn makrílveiða

Makríll
Makríll mbl.is

Íslandi hefur borist boð frá ESB, Færeyjum og Noregi um að taka þátt í fundi um stjórn makrílveiða sem haldinn verður í London 29.-30. júní n.k. Ísland hefur þegið boðið.

 Ísland hefur lengi krafist þess að hin strandríkin (ESB, Færeyjar og Noregur) viðurkenni strandríkjarétt Íslands að makrílsstofninum og þar með aðkomu Íslands að samningaborði strandríkja að makríl.

 Ísland bauð hinum strandríkjunum til fundar í Reykjavík í apríl s.l. en því boði var ekki svarað. Ísland telur það mjög ánægjulega þróun að áhugi hinna strandríkjanna um að finna lausn sem tryggir sjálfbæra nýtingu makrílsstofnsins sé staðfestur með fundarboðinu nú, að því er fram kemur á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

„Með fundarboði hinna strandríkjanna telur Ísland að mikilvægt skref sé stigið í þá átt að koma viðræðum um stjórn makrílveiða í viðeigandi farveg. Það er forsenda þess að öll strandríkin geti unnið að ásættanlegri niðurstöðu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert