Kennurum og skólaliðum fækkað

Frá Borgarbyggð
Frá Borgarbyggð mbl.is/Árni Sæberg

Sjö skólaliðar við grunnskóla Borgarbyggðar fengu tilkynningu um það á fimmtudag að til standi að breyta starfshlutfalli þeirra á milli skólaára. Þá var nokkrum starfsmönnum skólans sagt upp störfum. Ófaglærðir starfsmenn leikskóla sveitarfélagsins fengu samsvarandi tilkynningu fyrir mánuði síðan. 

Fólkið hefur mánuð til að svara því hvort það gangi að breytingunni en að öðrum kosti verður því sagt upp störfum. 

Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Þormars Gíslasonar skólastjóra er einstaklingsbundið hversu mikil lækkunin er en hún er á bilinu 8% til 25%. Í heild er stefnt að því að stöðugildum skólaliða við skólann fækki um þrjú.  

Einnig stendur til að fækka kennurum við skólann um þrjá á milli skólaára. Ekki er þó útlit fyrir að segja þurfi upp faglærðum kennurum.

Kristján segir leiðbeinendur við skólann hins vegar enn ekki geta verið örugga um að fá endurráðningu. Hann vonist þó til þess að skipulagsvinnu fyrir næsta skólaár ljúki fyrir tuttugasta maí. 

Kristján segir að bæði megi rekja fyrirhugaða fækkun í starfsliði skólans til sparnaðaraðgerða og fækkunar nemenda. „Það eru stórir árgangar að fara út hjá okkur og litlir árgangar að koma inn og svo spilar það líka inn í að mjög hefur dregið úr fjölda aðfluttra að undanförnu,” segir hann.

Sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð og stjórnendur á vegum sveitarfélagsins hafa tekið á sig 5% til 12% launalækkun á undanförnum mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert