Staðgreiðslan 1,3 milljörðum hærri til sveitarfélaga

Sveitarfélögin í landinu fengu rúmlega 33,5 milljarða króna í staðgreiðslutekjur fyrstu fjóra mánuði ársins. Þetta er tæplega 1300 milljónum meira en fyrstu fjóra mánuði ársins 2008.

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman upplýsingar um greidda staðgreiðslu til sveitarfélaga fyrstu fjóra mánuði ársins.

Að jafnaði koma um átta til níu milljarðar króna til greiðslu í hverjum mánuði. Það sem af er þessu ári nemur greidd staðgreiðsla til sveitarfélaga 33,54 milljörðum króna en var á fyrsta þriðjungi ársins 2008 32,26 milljarðar króna eða tæplega 1,3 milljörðum minni.

Alls fengu sveitarfélögin greidda rúma 102 milljarða króna í staðgreiðslu í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert