Segir af sér sem varamaður í skipulagsráði

Ólafur F. Magnússon
Ólafur F. Magnússon Kristinn Ingvarsson

„Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon ætlar á fundi borgarráðs á morgun að segja af sér sem varamaður í skipulagsráði. Er það vegna „einstaklega ókurteisrar og hrokafullrar framkomu formanns skipulagsráðs, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, í [hans] garð, þar sem fram koma forpokaðir fordómar og heimskulegar staðhæfingar,“ að því er segir í tilkynningu frá Ólafi F.

Ólafur F. segir í tilkynningu sinni að afsögnin komi til vegna atviks á fundi skipulagsráðs í morgun. Þá hafi hann lagt fram bókun vegna deiliskipulags  athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal við Elliðaárnar. Í kjölfarið hafi Júlíus Vífill ráðlagt honum að leita til læknis.

„Ummæli sem hann hefur viðhaft um mig lýsa vanþekkingu hans og fordómum á veikindum sem geta herjað á fjölda landsmanna og hafa sýnt sig að geta verið að fullu læknanleg.  Ekki verður lengur unað við ótrúlegar dylgjur Júlíusar Vífils og fleiri borgarfulltrúa (þ.á.m. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur)um persónu mína og hæfni sem starfandi borgarfulltrúa og læknis,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert