Bretar svara

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Í svari frá breska forsætisráðuneytinu segir að orð Gordons Brown um að bresk yfirvöld ræði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hve hratt Íslendingar greiði Icesave-skuldirnar hafi verið vísun til samkomulags íslenskra stjórnvalda við sjóðinn. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að Bretar hafi stutt samkomulagið og fagnað því þegar íslensk stjórnvöld hafi lofað að greiða reikningseigendum á Icesave að fullu. Enn sé hins vegar ósamið um Icesave. Bresk stjórnvöld viðurkenni ábyrgð breska fjármálaeftirlitsins á Kaupþingi Singer og Friedlander bankanum sem breski barnaspítalinn Christies átti viðskipti við en Brown var spurður um hann á þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert