Hrunið afleiðing græðgi og heimsku

Staðan í íslensku efnahagslífi er afleiðing af græðgi og heimsku. Þetta sagði Ari Teitsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga á aðalfundi sjóðsins.

Sparisjóðurinn hefur þá sérstöðu að vera ein af afar fáum fjármálastofnunum sem tekist hefur að sigla tiltölulega áfallalaust gegnum þá miklu kollsteypu sem íslensk fjármálafyrirtæki langflest hafa lent í og riðið hefur þeim flestum að fullu. Skýring á þessu liggur trúlega mest í því viðhorfi stjórnenda sjóðsins að láta ekki græðgivæðinguna ná tökum á sjóðnum.

Ari Teitsson, stjórnarformaður sjóðsins, sagði á aðalfundinumað síðasta ár hefði verið á margan hátt erfitt, þótt það á hinn bóginn væri eitt besta ár í sögu sjóðsins. Einkum var það glíman við innri vandamál sparisjóðafjölskyldunnar sem reyndist sparisjóðum almennt mjög erfið. Ari sagði þó að staða SSÞ væri sterk ef miðað er við önnur fjármálafyrirtæki. Innlán hafa meira en tvöfaldast frá ársbyrjun 2008 og fara enn vaxandi, eru nú komin yfir 5,5 milljarða. Þetta er nokkuð sem menn áttu ekki von á, sagði hann.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka