Ökumenn með fíkniefni í þvagi komast hjá sviptingu

Lögreglumenn frá Selfossi láta ökumann á Hellisheiði athuga með ástand ...
Lögreglumenn frá Selfossi láta ökumann á Hellisheiði athuga með ástand ökumanns. Það var í lagi og honum heimilt að aka áfram. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur staðfesti fyrir helgina að heimilt væri að beita undantekningarákvæði í umferðarlögum og sleppa sviptingu ökuréttar ef fíkniefni mælast aðeins í þvagi ökumanns. Fjölmargir hafa hins vegar verið sviptir ökurétti á þessum forsendum. Nefnd um endurskoðun umferðarlaga mun taka á málinu.

Málið snýr helst að þeim ökumönnum sem neytt hafa kannabisefna einhverjum dögum eða vikum áður en þeir eru stöðvaðir af lögreglu. Þeir eru þá ekki undir áhrifum efnisins en engu að síður mælist afleiða THC, sem er virka efnið í kannabis, í þvagi viðkomandi. Samkvæmt 45. gr. a núgildandi umferðarlaga telst ökumaður undir áhrifum fíkniefna – og þar með óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega – mælist ávana- og fíkniefni í blóði eða þvagi.

Ekki á valdi dómstóla að hreyfa við ákvörðun löggjafans

Í dómi Hæstaréttar frá 19. júní á síðasta ári segir m.a. : „Með þessu hefur löggjafinn ákveðið að litið skuli svo á að þannig sé komið fyrir ökumanni, [...] ef tetrahýdrókannabínólsýra mælist í þvagi hans, en niðurstaða um það er í engu háð mati eftir öðrum forsendum á því hvort hann sé í reynd undir áhrifum ávana- og fíkniefna. [...] Ekki er á valdi dómstóla að hreyfa við þessari ákvörðun löggjafans, sem reist er á málefnalegum grunni.“
Í ofangreindum dómi var ökumaður sviptur ökurétti þrátt fyrir að aðeins mældist tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi hans, en sýran er afleiða THC.

Sviptingu sleppt en sektin stendur

Í kjölfar dómsins kröfðust lögmenn skjólstæðinga sem svona var ástatt fyrir að sleppa bæri sviptingu ökuréttar vegna undantekningarákvæðis sem finna má í lögunum. Í því segir að ef sérstakar málsbætur eru og ökumaður hefur ekki áður gerst sekur um sams konar brot eða annað verulegt brot gegn skyldum sínum sem ökumaður má sleppa sviptingu ökuréttar, meðal annars vegna brots gegn fyrrgreindum ákvæðum.
Þrír dómar féllu í Hæstarétti fyrir helgi þar sem tekist var á um þetta mál.

Í þeim öllum segir: „Eins og að framan er rakið er svigrúm gefið til að ákvarða viðurlög með hliðsjón af atvikum og alvarleika brots þannig að sanngjarnt sé og eðlilegt. Í ljósi þessa verður að túlka orðalagið „sérstakar málsbætur“ í greindu undanþáguákvæði þannig að undir þær geti fallið þau atvik þegar ökumanni er refsað á grundvelli 45. gr. a en efni sem finnst eingöngu í þvagi hefur sannanlega ekki haft áhrif á hæfni til aksturs, langt er síðan fíkniefna var neytt og ekkert var athugavert við akstur ákærða.“ Með ákvæðinu er ökuleyfissviptingu sleppt en sektin hins vegar heldur sér.

Ákvæðinu breytt með nýju frumvarpi

Ríkissaksóknari sendi lögreglustjórum tvö bréf vegna dóma af þessu tagi, það síðara í desember árið 2007. Þar lagði hann áherslu á, að það sé hans mat, að við rannsókn málanna verði að jafnaði einungis aflað vottorðs um magn ávana- og fíkniefna í blóði en ekki þvagi. Þrátt fyrir það hafa mörg embætti gefið út ákærur byggðar eingöngu á niðurstöðum þvagsýna.
Ríkissaksóknari hefur eftir það farið þess á leit við nefnd um endurskoðun umferðarlaga að hún taki þetta atriði til skoðunar. Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja útlista her tillagan verði „en nefndin er mjög meðvituð um vandamálið með þetta ákvæði og mun í sínum tillögum til ráðherra um nýtt frumvarp til umferðarlaga gera tillögu um breytingu á þessu.“

Róbert segir að tillögum nefndarinnar verði skilað til ráðherra innan nokkurra vikna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Í gær, 22:12 Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048.  Meira »

Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Í gær, 21:28 Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma. Meira »

Biður fólk að mæta á mótið

Í gær, 21:15 „Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurður um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Einstakra barna. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

Í gær, 20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

Í gær, 19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Í gær, 19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

Í gær, 19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Í gær, 18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

Í gær, 18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

Í gær, 17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

Í gær, 17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

Í gær, 16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

Í gær, 15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Í gær, 16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Í gær, 16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

Í gær, 15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...