Ökumenn með fíkniefni í þvagi komast hjá sviptingu

Lögreglumenn frá Selfossi láta ökumann á Hellisheiði athuga með ástand ...
Lögreglumenn frá Selfossi láta ökumann á Hellisheiði athuga með ástand ökumanns. Það var í lagi og honum heimilt að aka áfram. mbl.is/Júlíus

Hæstiréttur staðfesti fyrir helgina að heimilt væri að beita undantekningarákvæði í umferðarlögum og sleppa sviptingu ökuréttar ef fíkniefni mælast aðeins í þvagi ökumanns. Fjölmargir hafa hins vegar verið sviptir ökurétti á þessum forsendum. Nefnd um endurskoðun umferðarlaga mun taka á málinu.

Málið snýr helst að þeim ökumönnum sem neytt hafa kannabisefna einhverjum dögum eða vikum áður en þeir eru stöðvaðir af lögreglu. Þeir eru þá ekki undir áhrifum efnisins en engu að síður mælist afleiða THC, sem er virka efnið í kannabis, í þvagi viðkomandi. Samkvæmt 45. gr. a núgildandi umferðarlaga telst ökumaður undir áhrifum fíkniefna – og þar með óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega – mælist ávana- og fíkniefni í blóði eða þvagi.

Ekki á valdi dómstóla að hreyfa við ákvörðun löggjafans

Í dómi Hæstaréttar frá 19. júní á síðasta ári segir m.a. : „Með þessu hefur löggjafinn ákveðið að litið skuli svo á að þannig sé komið fyrir ökumanni, [...] ef tetrahýdrókannabínólsýra mælist í þvagi hans, en niðurstaða um það er í engu háð mati eftir öðrum forsendum á því hvort hann sé í reynd undir áhrifum ávana- og fíkniefna. [...] Ekki er á valdi dómstóla að hreyfa við þessari ákvörðun löggjafans, sem reist er á málefnalegum grunni.“
Í ofangreindum dómi var ökumaður sviptur ökurétti þrátt fyrir að aðeins mældist tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi hans, en sýran er afleiða THC.

Sviptingu sleppt en sektin stendur

Í kjölfar dómsins kröfðust lögmenn skjólstæðinga sem svona var ástatt fyrir að sleppa bæri sviptingu ökuréttar vegna undantekningarákvæðis sem finna má í lögunum. Í því segir að ef sérstakar málsbætur eru og ökumaður hefur ekki áður gerst sekur um sams konar brot eða annað verulegt brot gegn skyldum sínum sem ökumaður má sleppa sviptingu ökuréttar, meðal annars vegna brots gegn fyrrgreindum ákvæðum.
Þrír dómar féllu í Hæstarétti fyrir helgi þar sem tekist var á um þetta mál.

Í þeim öllum segir: „Eins og að framan er rakið er svigrúm gefið til að ákvarða viðurlög með hliðsjón af atvikum og alvarleika brots þannig að sanngjarnt sé og eðlilegt. Í ljósi þessa verður að túlka orðalagið „sérstakar málsbætur“ í greindu undanþáguákvæði þannig að undir þær geti fallið þau atvik þegar ökumanni er refsað á grundvelli 45. gr. a en efni sem finnst eingöngu í þvagi hefur sannanlega ekki haft áhrif á hæfni til aksturs, langt er síðan fíkniefna var neytt og ekkert var athugavert við akstur ákærða.“ Með ákvæðinu er ökuleyfissviptingu sleppt en sektin hins vegar heldur sér.

Ákvæðinu breytt með nýju frumvarpi

Ríkissaksóknari sendi lögreglustjórum tvö bréf vegna dóma af þessu tagi, það síðara í desember árið 2007. Þar lagði hann áherslu á, að það sé hans mat, að við rannsókn málanna verði að jafnaði einungis aflað vottorðs um magn ávana- og fíkniefna í blóði en ekki þvagi. Þrátt fyrir það hafa mörg embætti gefið út ákærur byggðar eingöngu á niðurstöðum þvagsýna.
Ríkissaksóknari hefur eftir það farið þess á leit við nefnd um endurskoðun umferðarlaga að hún taki þetta atriði til skoðunar. Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja útlista her tillagan verði „en nefndin er mjög meðvituð um vandamálið með þetta ákvæði og mun í sínum tillögum til ráðherra um nýtt frumvarp til umferðarlaga gera tillögu um breytingu á þessu.“

Róbert segir að tillögum nefndarinnar verði skilað til ráðherra innan nokkurra vikna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Armbönd
...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...