Skoðunum eldri kvenna fækkað

Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að krabbameinsleit hjá konum hafi verið hætt á föstudögum eins og á fimmtudögum er nú tekið á móti fleiri konum en áður þá þrjá daga sem leitarstöðin er opin í viku hverri. Það er vegna nýrra tækja og tækni Krabbameinsfélags Íslands (KÍ). Tekið er á móti pöntunum fimm daga vikunnar.

Skoðunarstöðvum úti á landi hefur verið fækkað úr 42 í 30 og er ástæðan að hluta til sú að nýju tækin eru viðkvæm fyrir flutningi og hitastigsbreytingum. Leghálsskoðunum á konum eftir fertugt, með ákveðinn fjölda eðlilegra frumustrokna, er nú einnig fækkað og þær boðaðar á fjögurra ára fresti í stað tveggja.

Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri KÍ, segir að lengi hafi verið skoðað að fækka komum þessara kvenna eftir fertugt. Horft hafi verið til rannsóknarniðurstaðna hérlendis og til Norðurlandanna þar sem konur séu ekki skoðaðar reglulega eftir 65 ára aldur og aðeins fimmta hvert ár eftir fimmtugt. Þrátt fyrir fækkunina nú verði eftirlitið því öflugra hér en þar og sjötugum konum og eldri enn frjálst að mæta reglulega í skoðun.

Guðrún segir félaginu gert að hagræða eins og öðrum í þessu árferði. Það hafi með þessu tekist án þess að slá af gæða- og öryggiskröfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert