Afskrifa kvóta úr bókum

mbl.is

„Ef það á að taka aflaheimildir af fyrirtækjum, með þeim hætti sem lýst hefur verið, þ.e. 5 prósent á ári í 20 ár, þá finnst mér liggja nokkuð beint við að það þurfi að afskrifa heimildirnar, þ.e. að segja aflaheimildir sem menn hafa keypt og eignfært,“ segir Sæmundur Valdimarsson, endurskoðandi hjá KPMG, um áhrif fyrningarleiðar á efnahag sjávarútvegsfyrirtækja.

Aflaheimildir eru metnar á um 150 til 200 milljarða inni í efnahagsreikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Útvegsmenn hafa áhyggjur af því að nú þegar, við stefnu ríkisstjórnarinnar um innköllun aflaheimilda, hafi bókfærðar eignir þeirra skerst.

Atli Gíslason, þingmaður VG, segir ekki koma til greina, að hans mati, að gera breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu þannig að mikill skaði hljótist af. Vanda þurfi til verka og ekki grípa til aðgerða sem geti valdið enn meira ójafnvægi í efnahagslífinu en nú er. Hann segist enn fremur alla tíð hafa haft efasemdir um veðsetningu á aflaheimildum. Eitt af stórum vandamálum sjávarútvegsins nú sé yfirveðsetning. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert