Leitað í sumarhúsi Ólafs

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.

Húsleit var meðal annars gerð í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar á Snæfellsnesi á föstudag í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á viðskiptum með hlutafé í Kaupþingi.

Fram hefur komið að leitað var á 12 stöðum í síðustu viku vegna rannsóknar á kaupum eignarhaldsfélagsins Q Iceland Finance á 5% hlut í Kaupþingi.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í dag að meðal þeirra staða þar sem húsleit var gerð var sumarhús Ólafs í Miðhrauni á Snæfellsnesi. 

Einnig var leitað í íbúðarhúsi Ólafs í Kópavogi, skrifstofum fjárfestingarfélagsins Kjalar, sem er að mestu í eigu Ólafs og hjá Samskipum þar sem talið var að Ólafur væri með skrifstofu en svo reyndist ekki vera. Þá var gerð húsleit á skrifstofu Q Iceland Finance, sem er til húsa hjá lögmannsstofunni Fulltingi á Suðurlandsbraut og á skrifstofum Arion verðbréfavörslu. Loks var leitað   í höfuðstöðvum Kaupþings og á heimilum fyrrverandi stjórnenda bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert