Sameiginleg ESB tillaga í bígerð

FRANCOIS LENOIR

Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vinna nú að gerð sameiginlegrar tillögu í málefnum Evrópusambandsins (ESB), samkvæmt heimildum mbl.is. Þingflokkur Framsóknarflokksins er nú á fundi þar sem málið er til umræðu.

Samkvæmt heimildum mbl.is, ætla flokkarnir að freista þess að fá þingmenn Vinstri grænna, að minnsta kosti hluta þeirra, til þess að styðja tillöguna.

Þingsályktunartillaga ríkistjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB, sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mælir fyrir, er eina málið á dagskrá þingsins í fyrramálið samkvæmt dagskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert