Fara fram á félagsfund í VR

Kristinn Örn Jóhannesson, sem nýlega var kjörinn formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, sem nýlega var kjörinn formaður VR. mbl.is

Í fyrsta sinn í sögu VR hafa 250 félagsmenn nú nýtt sér þann rétt sinn að fara fram á félagsfund þar sem upplýst verði um stöðu í ýmsum málum. Fram kemur í tilkynningu sem mbl.is hefur borist að formanni VR verði afhent beiðni þar að lútandi ásamt undirskriftum um hádegisbil í dag.

Í beiðninni segir:

„Við undirritaðir félagsmenn VR förum fram á við stjórn VR að þeir kalli hið fyrsta til almenns félagsfundar til að upplýsa okkur um stöðu mála í:

1. Stöðu kjarasamninga.

2. Hver sé stefna VR með frestun á kjarasamningum?

3. Ætlar hin nýja stjórn VR að vera pólitísk eða vera áfram hlutlaust?

4. Hver er stefna hinnar nýju stjórnar um samvinnu ASÍ. Eiga þeir að vera áfram málsvarar aðildarfélagana út á við? Eða ætlar stjórn VR að taka þetta sjálf að sér?

5. Hver er jafnréttisstefna hinnar nýju stjórnar VR sem þeir eiga að framfylgja skv. 22 gr. laga VR? Nú eru félagsmenn VR 40% karlar og 60% kvenna. Þetta skilar sér ekki í stjórn og trúnaðarráð VR.

6.    Efnahagsmálin.“

Skv. lögum VR er stjórninni skylt að boða til fundar, þegar eigi færri en 200 félagsmenn krefjast þess skriflega og skal fundurinn haldinn innan 7 daga frá því að stjórninni barst krafan í hendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert