Leitað vegna nauðgunar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í gær tveggja leigubílstjóra sem að morgni uppstigningardags eru taldir hafa ekið manni sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um nauðgun.

Maðurinn tók leigubíl ásamt konu frá miðborg Reykjavíkur til Hafnarfjarðar en þau höfðu hist á skemmtistað. Konan tilkynnti lögreglunni um nauðgun um leið og maðurinn hvarf á braut en hann er þá talinn hafa tekið annan leigubíl.

Töluverðir áverkar voru á konunni, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Nokkrir bílstjórar höfðu gefið sig fram í gærkvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert