Vilja stuðning frá VG

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn náðu í gær samkomulagi um að leggja fram þingsályktunartillögu um Evrópusambandið (ESB) í sameiningu. Með henni vonast þeir til þess að fá stuðning frá a.m.k. hluta þingflokks Vinstri grænna.

Meginatriði tillögu sjálfstæðis- og framsóknarmanna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er að utanríkismálanefnd Alþingis verði falið það hlutverk að tryggja að meginhagsmunir Íslands í aðildarviðræðum við ESB hafi fengið fullnægjandi umfjöllun áður en endanleg ákvörðun um aðildarumsókn er tekin. Þá er lagt til að nefndin setji saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands vegna aðildarviðræðna við ESB og vinni vegvísi sem taki til umfjöllunar helstu álitamál.

Vinnunni skal vera lokið fyrir 31. ágúst, samkvæmt tillögunni. Í vegvísinum skal fjalla um aðkomu þjóðarinnar að aðildarumsókn og staðfestingu samnings, hvernig viðræðunefnd við ESB skuli skipuð, með hvaða hætti upplýsingar berist til Alþingis á meðan aðildarviðræður standa yfir og hvaða stjórnarskrárbreytingar séu nauðsynlegar í tengslum við inngöngu í ESB. Þá segir einnig í tillögunni að tilgreint skuli hvernig opinberum stuðningi við kynningu á niðurstöðum viðræðna við ESB skuli háttað, og áætlun um kostnað liggi fyrir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert