Geðveikt far í bæinn

Hópur afmælisgesta gekk hrópandi og kallandi um miðbæinn laust eftir hádegið og ýtti á undan sér sjúkrarúmi. Þórgnýr Thoroddsen sem lá í rúminu lét sér vel líka en hann sagðist hvort sem er vera á leiðinni niður í bæ. Afmælisgestirnir voru að halda upp á afmæli Hugarafls, félags notenda geðheilbrigðisþjónustu og vekja athygli í leiðinni á fordómum í samfélaginu.

Herdís Benediktsdóttir einn afmælisgestanna sagði að þeir sem veiktust af geðsjúkdómum væru með sömu fordóma og aðrir í kringum þá. Það tæki mjög langan tíma að vinna úr því. Félagsmenn væru því að undirbúa komandi kynslóðir og þau börn sem kynnu að verða geðveik undir framtíðina, svo  að þeirra mold verði betri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert