Lægri vextir og lengri lánstími

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund, sem var að ljúka, að niðurstöðu sé að vænta í Icesave-deilunni. Sú staða horfi nú til mun betri vegar en talið var í vetur.

Sagði Jóhanna, að miðað væri við, að á næstu sjö árum gangi eignir Landsbankans upp í skuldbindingar vegna Icesave, sem séu um 640 milljarðar króna. Björtustu vonir standi til að eignirnar nægi fyrir um 95% af þeirri upphæð. Síðan þurfi Tryggingasjóður innlána að gefa út skuldabréf fyrir eftirstöðvunum ef eignirnar duga ekki.

Jóhanna sagði, að málið þyrfti þinglega meðferð þar sem þingið þurfi að fjalla um ríkisábyrgð vegna skuldabréfsins. Þá þurfi þjóðþing Bretlands og Hollands að fjalla um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert