Benedikt útnefndur Evrópumaður ársins

Benedikt Jóhannesson.
Benedikt Jóhannesson. mbl.is/Sverrir

Evrópusamtökin útnefndu Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóra og ritstjóra, Evrópumann ársins fyrir árið 2009. Um er að ræða viðurkenningu, sem samtökin veita einstaklingi eða lögaðila sem er talinn hafa með skrifum sínum eða aðgerðum vakið athygli á Evrópumálum á liðnum misserum.

Valið fer þannig fram að félagsmenn senda inn sína tilnefningu og síðan staðfestir stjórnin valið.

Benedikt lauk doktorsprófi í stærðfræði Florida State University í Bandaríkjunum. Hann er framkvæmdastjóri og aðaleigandi útgáfufyrirtækisins Heims, sem m.a. gefur út ritin Vísbendingu og Frjálsa verslun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert