Fulltrúar samtaka á vinnumarkaði boðaðir til fundar

Frá fyrri fundi ríkisstjórnarinnar og aðila atvinnulífsins um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála.
Frá fyrri fundi ríkisstjórnarinnar og aðila atvinnulífsins um fyrirhugaðan stöðugleikasáttmála. mbl.is/Kristinn

Fulltrúar samtaka á vinnumarkaði sem átt hafa í viðræðum, við ríkisstjórnina og stjórnarandstöðuflokka um stöðugleikasáttmála hafa verið boðaðir á fund fulltrúa ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan eitt í dag.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, sagði í samtali við blaðamann mbl.is í dag að hann vonaðist til þess að fá skýrari svör varðandi það hvað ríkisstjórnin ætlist fyrir á fundinum varðandi rekstrargrundvöll fyrirtækja.

„Það virðist ekki standa á því að hækka skatta og gjöld en hvað varðar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækja höfum við ekki enn fengið nein skýr svör," sagði hann. „Það hafa verið færri svör varðandi reksturinn og það sem við höfum verið að biðja um er að fá að sjá heildarpakka og lausnir inn í framtíðina. Vonandi styttist í að við fáum að sjá eitthvað slíkt."  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert