66 lóðir boðnar upp

Sumarbústaður í Grímsnesi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Sumarbústaður í Grímsnesi. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Alls 66 sumarhúsalóðir í frístundabyggð í landi Syðri-Seyðishóla í Grímsnesi fara í framhaldsuppboð 15. júní. Athygli vekur að á milli uppboða hverrar lóðar eru þrjár mínútur. Það hefst klukkan tíu og er stefnt á að bjóða síðustu lóðina upp klukkan 13.40.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir embættið hafa uppdrátt af öllum lóðunum, sem geri þeim kleift að stilla sér upp á svæðinu og bjóða þær upp hverja á fætur annarri: „Það er að sjálfsögðu ekkert gleðiefni að standa í þessum uppboðum,“ leggur Ólafur áherslu á þegar hann er spurður um framkvæmdina.

„En ferlið er þaulskipulagt og við gerum ráð fyrir að það geti orðið einhverjar tilhliðranir og þess vegna erum við með lengra bil inn á milli til þess að ná þessu upp.“ Ólafur Helgi segir kröfuhafa líklega til að verja sinn rétt. Það sé reynslan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert